Ísland áfram í efsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna
Ísland er efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir jafnrétti kynjanna sem birtur var á dögunum. Ísland hefur verið í efsta sætinu síðustu 15 ár samfleytt.
Listinn er birtur í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins sem ber heitið Global Gender Gap 2024. Þar er birt mat á stöðu kynjajafnréttis í 146 löndum út frá stjórnmálaþátttöku, atvinnutækifærum, heilbrigðismálum og tækifærum til menntunar.
Ísland fær 93,5 stig af 100 mögulegum og hækkar um 2,3 stig frá síðasta ári. Meðalstigafjöldi allra ríkja er 68,5 stig sem er nánast sá sami og 2023 en til þess að uppfylla skilyrði um fullt jafnrétti þarf 100 stig. Næst á eftir Íslandi á listanum koma Finnland, Noregur Nýja Sjáland og Svíþjóð. Listi Alþjóðaefnahagsráðsins var fyrst birtur árið 2006 en miðað við þróunina stefnir í að fullt jafnrétti náist ekki fyrr en eftir 134 ár.
Skýrsla Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna 2024