Hoppa yfir valmynd
14. júní 2024

Þjóð í mynd: Myndefni frá stofnun lýðveldis 1944

Ljósmynd frá lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 17. júní 1944 - mynd

Þjóðminjasafn Íslands og Kvikmyndasafn Íslands hafa tekið saman höndum um sýningu á efni frá atburðum þeim sem áttu sér stað í maí og júní árið 1944 og leiddu til lýðveldisstofnunarinnar þann 17. júní.

Á sýningu verða kvikmyndir úr safnkosti Kvikmyndasafnsins sem ekki hafa áður komið fyrir augu almennings í bland við ljósmyndir, gripi og frásagnir fólks af atburðunum úr safni Þjóðminjasafnsins. Markmið sýningarinnar er að varpa ljósi á þátttöku og upplifun almennings á þessum merku atburðum í sögu þjóðarinnar.

Lýðveldisstofnunin var nefnilega ekki aðeins opinber stjórnmálagjörningur þar sem þing kaus forseta, nýja stjórnarskrá og íslenska ríkið sagði formlega skilið við danskt konungsvald. Þetta voru ekki síður atburðir sem allur almenningur í landinu lét sig varða og dreif áfram með virkri þátttöku.

Sýningin opnar á Þjóðminjasafn Íslands, kl. 16:30 þann 14. júní 2024.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta