Hoppa yfir valmynd
15. júní 2024 Innviðaráðuneytið

Embætti ráðuneytisstjóra í innviðaráðuneytinu laust til umsóknar

Áður auglýstur umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 19. júlí n.k.

Auglýst er laust til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins. Innviðaráðherra skipar í embættið frá og með 1. september 2024 til fimm ára í senn.

Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn innviðaráðherra. Ráðherra setur ráðuneytisstjóra erindisbréf þar sem kveðið er á um starfssvið og starfsskyldur, sbr. 18. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Starfssvið og starfsskyldur ráðuneytisstjóra eru víðtækar og ber ráðuneytisstjóri m.a. fjárhagslega og faglega ábyrgð gagnvart ráðherra á starfsemi ráðuneytis. Þá ber ráðuneytisstjóra að veita ráðherra upplýsingar og ráðgjöf þannig að ráðherra geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og stefnumótun og sé vel upplýst varðandi þau mál sem unnið er að. Ráðuneytisstjóra ber einnig að stuðla að framgangi og árangri löggjafar á málefnasviðum ráðuneytisins og að afgreiðsla mála á hverjum tíma sé fagleg. Þá ber ráðuneytisstjóra að samhæfa stefnumótun á öllum málefnasviðum ráðuneytisins, stuðla að samhentri stjórnsýslu og samræma stefnu og aðgerðir ráðuneytisins við vinnu annarra ráðuneyta þegar málefni og málefnasvið skarast.

Verkefni ráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál, grunnskrár, húsnæðis- og mannvirkjamál og skipulagsmál. Hlutverk ráðuneytisins er að vera leiðandi í stefnumótun og áætlanagerð, hafa eftirlit með stofnunum og eigum ríkisins, meðferð stjórnsýslukæra og rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins. Ráðuneytið tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi, leggur áherslu á víðtækt samráð og upplýsingagjöf og vandaða vinnu við gerð laga og reglugerða.

Umsóknarfrestur er til og með 19.07.2024. Auglýsing um starfið er birt á starfatorg.is.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum