Hoppa yfir valmynd
16. júní 2024 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra tók þátt í leiðtogafundi um frið í Úkraínu

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var meðal þátttakenda á leiðtogafundi um frið í Úkraínu sem lauk í dag í Bürgenstock í Sviss. Á fundinum komu saman þjóðarleiðtogar og aðrir hátt settir fulltrúar frá um 100 ríkjum og alþjóðastofnunum.

Markmið leiðtogafundarins er að skapa vettvang fyrir viðræður að varanlegum og réttlátum friði í Úkraínu sem byggist á alþjóðalögum og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Forsætisráðherra var meðal þátttakenda í sérstökum umræðum um fæðuöryggi.

Í yfirlýsingu fundarins ítreka leiðtogarnir stuðning sinn við friðaráætlun Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta. Einnig segir í yfirlýsingunni að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi kjarnorkuvera í Úkraínu og notkun kjarnorkuvopna í stríðinu í Úkraínu verði með engu móti liðin. Þá sé nauðsynlegt út frá matvælaöryggi að tryggja öruggan útflutning matvæla frá Úkraínu. Loks er í yfirlýsingunni hvatt til fangaskipta og ítrekað að öll úkraínsk börn sem flutt hafa verið nauðug til Rússlands verði flutt til baka til Úkraínu.

Í yfirlýsingu sinni á fundinum sagði forsætisráðherra að friðaráætlun Úkraínuforseta sé skýr og réttlát leið að varanlegum friði í Úkraínu. „Ísland styður af fullum krafti við Úkraínu og friðaráætlunina. Þessi stuðningur hefur verið ítrekaður með nýlegri ályktun Alþingis og undirritun tvíhliðasamnings um stuðning Ísland við Úkraínu,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Myndband af yfirlýsingu forsætisráðherra

 

  • Forsætisráðherra tók þátt í leiðtogafundi um frið í Úkraínu - mynd úr myndasafni númer 1
  • Forsætisráðherra tók þátt í leiðtogafundi um frið í Úkraínu - mynd úr myndasafni númer 2
  • Forsætisráðherra tók þátt í leiðtogafundi um frið í Úkraínu - mynd úr myndasafni númer 3
  • Forsætisráðherra tók þátt í leiðtogafundi um frið í Úkraínu - mynd úr myndasafni númer 4

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta