Hoppa yfir valmynd
20. júní 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Lundastofninn í hættu - Gætum hófs við veiðar og sölu lunda

Lundi með síli. - myndHugi Ólafsson

Samkvæmt nýjustu gögnum um stöðu lundastofnsins þá hefur lunda fækkað mikið á síðustu 30 árum. Þetta sýna gögn frá Náttúrustofu Suðurlands, sem sér um vöktun lundastofnsins við Íslandsstrendur. Af þeim ástæðum biðla Umhverfisstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti.

Veiðar valda fækkun lunda

Við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir lundastofninn fékk Umhverfisstofnun nýverið tvo óháða sérfræðinga, Dr. Fred A. Johnson og Dr. Carl Walters, til að rýna gögn Náttúrustofu Suðurlands og hugsanleg áhrif veiða á lundastofninn.

Helstu niðurstöður eru  þær að langtímafækkun lundastofnsins á Íslandi sé líklega vegna uppsafnaðra áhrifa veiða og óhagstæðra umhverfisaðstæðna, til að mynda hás sjávarhita. Hlýskeið í Atlantshafi síðustu þrjá áratugi hefur valdið því að minna framboð er af helstu fæðu lundans. Líkur eru leiddar að því áframhaldandi veiðar, sambærilegum þeim sem hafa áður verið, muni valda frekari fækkun í viðkvæmum stofninum.

Biðlað til veiðimanna og veitingahúsa

Stór hluti af lundaveiðiafla hvers árs er seldur til veitingahúsa og því er eru veiðimenn hvattir til að gæta hófs við veiðar. Biðlað er til veitingahúsa að skoða til hlítar hvort lundi eigi heima á þeirra matseðli í ljósi þess hve stofninn er viðkvæmur og veiðar úr honum geti því ekki talist sjálfbærar.

Stofnmat á Íslenska lundastofninum - Samantekt helstu niðurstaða


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum