Ráðherra endurnýjar skipun þjóðleikhússtjóra
Endurnýjun skipunar embættismanna er framkvæmd samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, þar sem fram kemur í 23. gr. að skipunartími endurnýist sjálfkrafa sé embættismanni ekki tilkynnt um að embættið verði auglýst laust til umsóknar 6 mánuðum áður en skipunartími rennur út.
„Magnús Geir tók við sem þjóðleikhússtjóri í janúar 2020 og hafði því verið í starfi í tvo mánuði þegar Covid-heimsfaraldurinn skall á með öllum þeim áskorunum sem fylgdu. Þá kom vel í ljós að hann er vandaður stjórnandi og hefur Magnús Geir reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri sem bæði er vel læs á list og rekstur eins og blómleg starfsemi og rekstur Þjóðleikhússins ber vott um,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.