Hoppa yfir valmynd
26. júní 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Lengri opnunartími símaþjónustu hjá Réttindagæslu fyrir fatlað fólk

Opnunartími símaþjónustu hjá Réttindagæslu fyrir fatlað fólk hefur verið lengdur og er nú frá 9:00-16:00 alla virka daga. Símanúmerið er 554 8100. Öll mál sem berast símleiðis fara í ferli, er forgangsraðað og réttindagæslumaður hefur síðan samband til baka.

Utan opnunartíma símaþjónustu getur fólk lesið inn skilaboð í talhólf, auk þess sem hægt er að senda erindi á [email protected].

Langflest erindi berast símleiðis til Réttindagæslunnar og því var ákveðið að lengja þann tíma sem svarað er í símann. Ekki verður hins vegar lengur opin móttaka á Austurströnd á Seltjarnarnesi eða öðrum útstöðvum réttindagæslunnar eins og áður var.

Réttindagæsla fyrir fatlað fólk aðstoðar fatlað fólk við að ná fram rétti sínum þegar réttindi þess eru ekki tryggð eða þau brotin. Telji fatlaður einstaklingur að á rétti hans sé brotið getur hann haft samband við Réttindagæsluna. Hún veitir í kjölfarið leiðbeiningar eða aðstoð við að leita réttar síns eftir því sem við á.

Réttindagæslan verður opin í allt sumar.

Hvernig bóka ég fund hjá Réttindagæslunni?

Með því að hringja í s. 554 8100 eða senda tölvupóst á [email protected].

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum