Tvíhliða stjórnmálasamráð Íslands og Japans
Stjórnmálasamráð Íslands og Japans fór fram í utanríkisráðuneytinu 24. júní síðastliðinn þar sem tvíhliða samskipti, fjölþjóðleg samvinna og alþjóðleg málefni voru efst á baugi, einkum innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og staðan á Indó-Kyrrahafssvæðinu. Japan er náið samstarfsríki Atlantshafsbandalagsins og ljóst að hagsmunir ríkjanna fara að mörgu leyti saman, enda eru þau bæði málsvarar alþjóðalaga og alþjóðakerfisins. Rætt var um ýmsa fleti á frekara tvíhliða samstarfi ríkjanna, sérstaklega á sviði efnhags- og viðskiptamála.
Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri, María Mjöll Jónsdóttir og Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjórar, sátu fundinn fyrir Íslands hönd en Kimitake Nakamura, staðgengill skrifstofustjóra á Evrópudeild japanska utanríkisráðuneytisins, fór fyrir japönsku sendinefndinni.