Hoppa yfir valmynd
28. júní 2024 Forsætisráðuneytið

Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu lætur af störfum um næstu áramót

Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu lætur af störfum um næstu áramót - myndSeðlabanki Íslands

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að láta af störfum í lok ársins þegar fimm ára skipunartíma hennar lýkur. Forsætisráðherra mun því auglýsa starf varaseðlabankastjóra peningastefnu síðar í sumar og skipa í embættið frá og með 1. janúar 2025.

Rannveig var ráðin til starfa í Seðlabankanum árið 2002 og var um áratug staðgengill aðalhagfræðings bankans áður en hún var skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra 1. júlí 2018. Hún varð síðan varaseðlabankastjóri peningastefnu við sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins 1. janúar 2020. Áður en hún réðst til Seðlabankans var hún hagfræðingur BSRB og ASÍ.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum