Búið að semja við um þriðjung af starfsfólki ríkisins
Samninganefnd ríkisins hefur gert kjarasamninga við þriðjung af starfsfólki ríkisins. Sameyki, stærsta stéttarfélagið innan BSRB, undirritaði fyrst allra kjarasamninga snemma í júní og í kjölfarið undirrituðu fleiri BSRB félög og Starfsgreinasambandið. 30.júní sl. var skrifað undir kjarasamning við stéttarfélagið Visku, en það er stærsta félagið innan BHM og jafnframt það fyrsta innan bandalagsins sem undirritar kjarasamning.
Samningarnir gilda frá 1. apríl og eru gerðir á grundvelli kjarasamninga sem undirritaðir voru á almennum vinnumarkaði vorið 2024, svokölluðum stöðugleika- og velferðarsamningum.
Nýundirrituðu kjarasamningarnir ásamt aðgerðum stjórnvalda styðja við sameiginleg markmið um vaxandi velsæld og aukinn kaupmátt. Meginmarkmið samningana er að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og skapa fyrirsjáanleika í efnahagslífinu.
Enn er ósamið við fjölmörg stéttarfélög en samninganefnd ríkisins bindur vonir við að þeir samningar sem þegar hafa náðst og þær línur sem búið er að leggja fyrir kjarasamninga á opinberum markaði verði til þess að hreyfa við þeim félögum sem enn á eftir að ljúka samningum við.