Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Stjórnunar- og verndaráætlun Varmárósa staðfest

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, við staðfestingu stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið við Varmárósa í Mosfellsbæ. - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið við Varmárósa í Mosfellsbæ.

Friðlandið við Varmárósa var friðlýst árið 1980 og síðan stækkað árið 2021Markmið friðlýsingarinnar er að vernda og viðhalda fitjasefi og búsvæði þess, sem og náttúrulegu ástandi votlendis svæðisins, ásamt sérstöku gróðurfari og búsvæði fyrir fugla. Einnig er markmiðið að tryggja rannsóknir og vöktun á lífríki svæðisins og jafnframt skal unnið að því að treysta útivistar-, rannsókna - og fræðslugildi svæðisins.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Varmárósar eru eitt af mörgum friðlýstum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Hér stöndum við vörð um afar sjaldgæfa plöntu, fitjasef sem eingöngu finnst á tveimur stöðum á landinu en einnig verndum við búsvæði fugla og tryggjum að hér sé hægt að njóta náttúrunnar á ábyrgan hátt. Það er ánægjulegt að staðfesta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæði sem hefur mikið gildi með tilliti til líffræðilegrar fjölbreytni og lýðheilsu.

Frá vinstri: Inga Dóra Hrólfsdóttir Umhverfisstofnun, Heiða Ágústsdóttir Mosfellsbær, Dóra Lind Pálmarsdóttir Mosfellsbær, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, Ásgeir Sveinsson bæjarfulltrúi Mosfellsbæ, Þorbjörg Sólbjartsdóttir umhverfisnefnd Mosfellsbæjar, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Lovísa Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Jana Katrín Knútsdóttir bæjarfulltrúi og Helga Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi.

Í stjórnunar- og verndaráætlun er mörkuð stefna um hvernig tryggja megi vernd náttúru minja friðlandsins og viðhalda verndargildi þess í sátt við nær samfélag og aðra hag aðila.

Friðland er einn flokkur friðlýstra svæða sem hefur það að  markmiði að vernda tilteknar vistgerðir og búsvæði og styrkja verndun tegunda lífvera sem eru sjaldgæfar eða í hættu samkvæmt útgefnum válistum, eða til að vernda lífríki sem er sérstaklega fjölbreytt eða sérstæt

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum