Öll þingmál HVIN höfðu jákvæð áhrif á efnahagslífið
Greining Viðskiptaráðs Íslands á efnahagslegum áhrifum þingmála á nýafstöðnum þingvetri leiðir í ljós að þingmál Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skiluðu íslensku efnahagslífi mestum ávinningi.
Sjö mál frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu voru þingfest á tímabilinu og höfðu þau öll jákvæð áhrif. Má þar m.a. nefna endurnot opinberra upplýsinga, aðgerðir til að efla hugverkageirann á Íslandi og breytingar á fjarskiptalögum.
Við gerð úttektarinnar var litið til allra þingmála ríkisstjórnarinnar sem fram náðu að ganga á liðnum þingvetri. Við mat á áhrifum voru áhrif þingmálsins á atvinnu- og efnahagslíf fyrst skoðuð og einkunn á skalanum 1-3, með jákvæðu eða neikvæðu formerki, gefin eftir umfangi efnahagslegra áhrifa. Heildarniðurstaða Viðskiptráðs leiðir í ljós að efnahagsleg áhrif allra þingmála ríkisstjórnarinnar hafi verið lítillega jákvæð.