Hoppa yfir valmynd
8. júlí 2024 Matvælaráðuneytið

Landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu.

Í landsáætlun þessari kemur fram umtalsverð breyting á nálgun við að útrýma riðuveiki.
Horft er frá því að reyna að útrýma smitefninu sjálfu, þess í stað verður megin
áherslan lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir
gegn riðusmitefninu ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu
smitefnisins. Horft er til þess að aðgerðir séu áhættumiðaðar, þær séu stigmagnandi
og beint að tilteknum áhættuflokkuðum bæjum en ekki jafnt að öllum bæjum í viðkomandi
varnarhólfi. Sjö ára tímaviðmið er tekið upp í stað 20 ára, fyrirmyndin er sótt
í ESB-reglur um riðuveiki og varða viðskipti með fé á milli landa, auk þess sem sjö ár er
tvöfaldur meðalmeðgöngutími riðuveikismits.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta