Hoppa yfir valmynd
9. ágúst 2024 Utanríkisráðuneytið

Föstudagspóstur 9. ágúst 2024

Heil og sæl.

Hér kemur föstudagspósturinn um helstu störf utanríkisþjónustunnar í liðinni viku.

Hinsegin dagar hófust á þriðjudaginn. Sameinumst í baráttunni fyrir jafnrétti fyrir öll og fögnum fjölbreytileikanum!

Fastanefnd Íslands í Brussel bauð Jörund Valtýsson velkominn til starfa. Við óskum honum velgengni í nýja hlutverki sínu.

Í Osló var Þorvaldur Hrafn Yngvason, varamaður sendiherra, viðstaddur á Kids in Jazz hátíðinni. Hátíðin er haldin í ágúst ár hvert og í ár tók bandið Djazzkrakkar frá Mosfellsbæ þátt.

  

Ragnar Þorvarðarson, varamaður sendiherra í Tókýó, var viðstaddur minningaratöfn í tilefni þess að 79 ár eru liðin síðan Hiroshima varð fyrir kjarnorkuárás. Þeirra var minnst sem töpuðu lífi sínu í árásinni og áhersla lögð á mikilvægi þess að vinna saman að heimi án kjarnorkuógna.

 

Þá sótti Ragnar einnig Friðarathöfn Nagasaki á 79 afmælisári kjarnorkuárásarinnar á Nagasaki þar sem fórnarlamba var minnst og áhersla lögð á friðsama framtíð.

Síðustu helgi var Íslendingadeginum svokallaða, eða "Icelandic Festival of Manitoba," fagnað í Manitoba. Í ár sótti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ásamt sendinefnd hátíðina. Íslenskri menningu var fagnað, kafað var ofan í sameiginlega sögu Íslands og Kanada og á mánudag fór svo fram skrúðganga í tilefni hátíðarinnar. Hátíðin vakti mikla gleði og endurspeglaði sterk tengsl ríkjanna tveggja.

 

Þá var Íslendingahátíðinni "August the Deuce" fagnað í Mountain í North Dakota í 125 skiptið. Hátíðin er haldin 2. ágúst ár hvert vegna þess að á þeim degi skilaði Jón Sigurðsson fyrstu stjórnarskrá Íslendinga til Alþingis árið 1974 sem þá kallaðist Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sótti hátíðina sem vakti mikla lukku.

 

Fleira var það ekki að sinni.

Við óskum ykkur góðrar helgar.

Upplýsingadeild

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum