Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2024 Innviðaráðuneytið

Norræn viljayfirlýsing um þróun rafmagnsflugs

Frá fundi samgönguráðherra Norðurlandanna í Gautaborg. Aðalsteinn Þorsteinsson, ráðuneytisstjóri sótti fundinn fyrir hönd innviðaráðherra. - myndFoto: Anna Rehnberg/Regeringskansliet

Viljayfirlýsing um að efla norrænt samstarf um þróun rafmagnsflugs var undirrituð á fundi samgönguráðherra Norðurlandanna í Gautaborg í dag. Aðalsteinn Þorsteinsson, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins, sat fundinn fyrir hönd Íslands og undirritaði yfirlýsinguna fyrir hönd ráðherra.

Í viljayfirlýsingunni segir m.a. að rafvæðing í flugi sé lykilinn að því að draga úr losun gróðurlofttegunda í flugi og að Norðurlöndin geti gegnt mikilvægu hlutverki í þeim efnum.

Náið samstarf hefur farið fram á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og stofnana hennar um að efla rafmagnsflug, m.a. með þátttöku atvinnulífsins. Samnorrænn vettangur um rafmagnsflug og rafvæðingu flugsamgangna er starfandi undir heitinu Nordic Network for Electric Aviation (NEA). Stjórnvöld, flugrekendur, flugvélaframleiðendur og rekstraraðilar flugvalla á öllum Norðurlöndunum taka virkan þátt í samstarfinu.

Samgönguráðherrar Norðurlandanna undirrituðu viljayfirlýsingu árið 2022 um að stefna að því að þróa kolefnislausar flugleiðir á Norðurlöndum fyrir árið 2030. Yfirlýsingin nú er til staðfestingar því að Norðurlöndin hyggist halda samstarfi sínu áfram af krafti.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum