Umsækjendur um embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar
Í kjölfar breytinga á stofnunum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsti ráðuneytið embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar laust til umsóknar í byrjun júlí sl.
Átta umsækjendur eru um embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar:
- Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur
- Hallur Helgason, verkefnisstjóri
- Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, skrifstofu- og mannauðsstjóri
- Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs
- Kristófer S. Arnar P. Júlíusson, líftæknir
- María Ester Guðjónsdóttir, ferðamála- og viðskiptafræðingur
- Olumide Temitope Araoyinbo, umsjónarmaður
- Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Upplýsingar um hæfnisnefndina er að finna hér.