Uppfærðar leiðbeiningar um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur uppfært leiðbeiningar ráðherra til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda. Breytingarnar eru til komnar vegna breytinga á lögum um húsnæðisbætur sem Alþingi samþykkti í maí sl. og tengjast aðgerðum stjórnvalda til stuðnings fjögurra ára kjarasamningum.
Markmiðið með útgáfu leiðbeinandi reglna er að auka samræmi í opinberum húsnæðisstuðningi. Flokkum viðmiðunarfjárhæða hefur verið fjölgað úr þremur í fimm og stuðlar einfaldaðir. Einnig er lagt til í leiðbeiningunum að fjárhæð eignaviðmiða verði færð til samræmis við eignaviðmið í lögum um húsnæðisbætur þar sem viðmiðin voru hækkuð verulega með áðurnefndum lagabreytingunum.
Breytingarnar gilda afturvirkt frá 1. júní 2024. Nýju tekjumörkin eru eftirfarandi:
Fjöldi |
Neðri |
Efri |
Neðri |
Efri |
1 |
5.217.376 |
6.521.721 |
434.782 |
543.477 |
2 |
6.939.111 |
8.673.889 |
578.260 |
722.825 |
3 |
8.086.933 |
10.108.667 |
673.912 |
842.389 |
4 |
8.765.192 |
10.956.490 |
730.433 |
913.041 |
5 | 9.495.625 |
11.869.532 |
791.303 | 989.128 |
6 eða fleiri |
10.226.057 | 12.787.572 | 852.172 | 1.065.215 |
Eignamörk hækka úr 7.336.805 kr. í 12.500.000 kr. í samræmi við breytingar í lögum um húsnæðisbætur.
Ráðuneytið beinir því til sveitarfélaga að taka mið af framangreindu við endurskoðun eigin reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.