Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýr hornsteinn lagður að Sögu

Rektor Háskóla Íslands og háskólaráðherra leggja hornstein að Sögu. - myndMynd: Kristinn Ingvarsson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, lögðu í gær nýjan hornstein að Sögu við Hagatorg. Endurbætur á húsinu eru langt komnar og má reikna með að starfsfólk og nemendur háskólans flytji inn í húsið síðar í haust.

Framkvæmdir á Sögu hafa staðið yfir frá árinu 2022 en ríkið og Félagsstofnun stúdentafestu kaup á húsnæðinu í lok árs 2021. Í sögu verður ýmis starfsemi Háskóla Íslands og tengdra aðila, þ.á m. Menntavísindasvið skólans og upplýsingatæknisvið. Þar að auki eru 111 stúdentaíbúðir í húsinu á vegum Félagsstofnunar stúdenta og eru fyrstu nemendur þegar fluttir inn.

„Það er mikilvægt að Menntavísindasvið fá öfluga aðstöðu hér í grósku mennta- og menningarstofnana, sem og fleiri stúdentar. Ég bind vonir við að það hvetji til aukinnar samþættingar við önnur fræðasvið, t.d. við raunvísinda- og tæknigreinar til að mæta áskorunum í menntakerfinu,“ segir Áslaug Arna.

Nánari upplýsingar um húsið, sögu þess og framtíðarsýn má nálgast í frétt á vef Háskóla Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum