Innanlandsvog kindakjöts 2025
Matvælaráðuneytið hefur gefið út innanlandsvog í samræmi við 5. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt nr. 144/2022.
Hlutverk reglugerðarinnar er að skilgreina þarfir og eftirspurn innanlandsmarkaðar eftir kindakjöti, m.a. með það að markmiði að álagsgreiðslur vegna gæðastýringar skiptist á þann hluta heildarframleiðslunnar sem ætluð er fyrir innanlandsmarkað.
Til grundvallar útreikningum á innanlandsvog liggja upplýsingar um sölu kindakjöts eftir skrokkhlutum síðastliðna 24 mánuði og spá um líklega söluþróun. Innanlandsvog er birt í tvennu lagi, þ.e. annars vegar fyrir dilkakjöt og hins vegar fyrir kjöt af fullorðnu fé.
Á grundvelli þessa líkans liggur áætlun framleiðsluársins 2024 – 2025 nú fyrir.
Samhliða innanlandsvoginni hefur Matvælaráðuneytið gert spá um framleiðslu sem byggir á fjölda vetrarfóðraðra kinda og framleiðslu pr vetrarfóðraða kind sl. 4 ár. Með því er einnig hægt að áætla um útflutningsþörf á komandi framleiðsluári.
Dilkakjöt
Innanlandsvog fyrir dilkakjöt framleiðsluárið 2024 – 2025 er 6.652 tonn. Það er sú framleiðsla sem þarf til að mæta eftirspurn eftir heilum skrokkum og skrokkhlutum, þ.e. frampörtum, hryggjum, lærum og slögum. Það er eftirspurn eftir lærum sem ræður magninu en til þess að fullnægja henni er umframframleiðsla/útflutningsþörf á frampörtum, hryggjum og slögum, alls 637 tonn.
Áætluð heildarframleiðsla á dilkakjöti er 6.930 tonn og miðað við hana er útflutningsþörf alls 916 tonn.
Innanlandsvog 2025 |
|
Dilkakjöt Tonn |
|
Framleiðsla vegna eftirspurnar innanlands |
6.652 |
Áætluð heildarframleiðsla |
6.930 |
Útflutningsþörf |
916 |
Kjöt af fullorðnu
Innanlandsvog fyrir kjöt af fullorðnu fé framleiðsluárið 2024 – 2025 er 804 tonn. Það er sú framleiðsla sem þarf til að mæta innanlandseftirspurn eftir heilum skrokkum og skrokkhlutum. Eftirspurn eftir lærum ræður framleiðsluþörfinni fyrir innanlandsmarkað. Spá um heildarframleiðslu er 1.137 tonn og heildarútflutningsþörf 373 tonn.
Innanlandsvog 2025 |
|
Fullorðið fé |
|
Framleiðsla vegna eftirspurnar innanlands |
804 |
Áætluð heildarframleiðsla |
1.137 |
Útflutningsþörf |
373 |