Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2024 Matvælaráðuneytið

Efling lífrænnar matvælaframleiðslu - Aðgerðaáætlun

Efling lífrænnar matvælaframleiðslu - Aðgerðaáætlun

Í september 2022 undirritaði matvælaráðherra samning við ráðgjafafyrirtækið Umhverfisráðgjöf
Íslands ehf. (Environice) um gerð tillagna að aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar
framleiðslu. Áætlunin var unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks,
Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs frá 2021 en þar er
áhersla lögð á öfluga íslenska matvælaframleiðslu. Meðal áhersluverkefna sem þar eru
tilgreind er mótun heildstæðrar áætlunar til eflingar lífrænnar framleiðslu, en lífræn
framleiðsla er talin til þess fallin að auka sjálfbærni landbúnaðar og efla líffræðilega
fjölbreytni í jarðvegi, sem dregur úr þörf fyrir tilbúinn áburð.
Eftirspurn eftir vottuðum lífrænum vörum fer vaxandi, bæði innanlands og utan, og því er
efling lífrænnar framleiðslu liður í að skapa ný atvinnutækifæri og auka verðmætasköpun
í byggðum landsins. Ísland hefur dregist aftur úr nágrannalöndunum á þessu sviði. Hérlendis
er mun lægra hlutfall landbúnaðarlands með lífræna vottun en í löndunum í kring
og flest bendir til að markaðshlutdeild lífrænnar framleiðslu sé einnig lægri hér, en þær
upplýsingar liggja ekki fyrir. Stjórnvöld í nágrannalöndunum, þ.á.m. framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, hafa sett sér krefjandi markmið um aukna hlutdeild lífrænna afurða,
bæði í landbúnaðarframleiðslu landanna og á neytendamarkaði. Efling lífrænnar framleiðslu
hérlendis er því liður í að styrkja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart nágrannalöndunum
og um leið samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu gagnvart innflutningi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta