Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2024 Heilbrigðisráðuneytið

Heilsugæsluþjónusta í Suðurnesjabæ

Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um opnun heilsugæslustöðvar í Suðurnesjabæ. Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir 6 árum og er ört vaxandi sveitarfélag. Íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum og telur íbúafjöldi í Suðurnesjabæ 4.184 íbúa. Þjónustan verður staðsett í Vörðunni, húsnæði Suðurnesjabæjar að Miðnestorgi 3 í Sandgerði. 

Markmiðið með viðbótarstarfsstöð HSS í Suðurnesjabæ er að bæta aðgengi að heilsugæsluþjónustu í sveitarfélaginu, færa hana nær íbúum og styrkja um leið þjónustuna við íbúa. Á starfstöðinni verður í boði almenn heilsugæsluþjónusta á ákveðnum tímum. Fyrirkomulagið fellur vel að áherslum stjórnvalda um jafnt aðgengi óháð búsetu og því verkefni að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað notenda innan heilbrigðiskerfisins. Áætlað er að þjónustan á nýrri starfsstöð verði aðgengileg íbúum næsta vor.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mun með stuðningi heilbrigðisráðuneytisins hefja undirbúningin að opnun heilsugæsluþjónustunnar í samvinnu við Suðurnesjabæ. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ásamt Guðlaugu Rakel forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra í Suðurnesjabæ undirrituðu viljayfirlýsinguna um opnun heilsugæsluþjónustu í sveitarfélaginu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta