Hoppa yfir valmynd
2. september 2024 Utanríkisráðuneytið

Opið fyrir umsóknir um styrki til atvinnuskapandi verkefna í þróunarríkjum

Mynd af skólabörnum í Malaví úr safni utanríkisráðuneytisins.  - mynd

Utanríkisráðuneytið tekur nú á móti umsóknum um styrki til Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífsins um þróunarsamvinnu vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum, en sjóðurinn tekur við umsóknum tvisvar á ári. Umsóknarfrestur er til 10. september nk., en hámarksstyrkur nemur 30 m.kr. á þriggja ára tímabili.  

Verkefni skulu jafnan styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæran hagvöxt og mannsæmandi atvinnutækifæri í þróunarríkjum, auk þess að hafa tengingu við önnur heimsmarkmið sem Ísland leggur áherslu á í þróunarsamvinnu.

Nánari upplýsingar er að finna í verklagsreglum sjóðsins.

Öllum umsóknum skal skila í tölvupósti á [email protected], þar sem fyrirspurnum er sömuleiðis svarað sem og á Heimstorgi Íslandsstofu.

Þá er vakin athygli á því að Þróunarfræ, sem er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga vegna þróunarsamvinnuverkefna, tekur við umsóknum allt árið um kring. Umsóknum skal skila rafrænt í umsóknarkerfi Rannís þar sem þær eru teknar fyrir og úthlutun tilkynnt að lágmarki tvisvar á ári.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta