Andri Lúthersson er nýr alþjóðafulltrúi forsætisráðuneytisins
Andri Lúthersson hefur tekið við starfi alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins. Hlutverk alþjóðafulltrúa er að vera ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og hafa yfirsýn og halda utan um erlend samskipti forsætisráðherra og forsætisráðuneytisins.
Andri hefur undanfarin sex ár verið einn af aðstoðarframkvæmdastjórum EFTA, Fríverslunarsamtaka Evrópu. Þar áður stýrði hann m.a. upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins, samræmdi stefnu stjórnvalda vegna útgöngu Breta úr ESB og EES, starfaði hjá sendiráði Íslands í Brussel, var ritari þingmannanefndar EFTA/EES hjá EFTA-skrifstofunni í Brussel og var um árabil alþjóðaritari á skrifstofu Alþingis. Andri er með meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá Háskólanum í Kent og BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.
Andri tekur við af Sesselju Sigurðardóttur sem hefur tekið við embætti skrifstofustjóra á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins.