Hoppa yfir valmynd
6. september 2024

Haustdagur Gott að eldast 2024

Það verður líf og fjör á Haustdegi Gott að eldast 2024 sem fram fer á Grand hótel mánudaginn 9. september nk. Haustdagurinn er fyrir starfsfólk þeirra svæða sem taka þátt í þróunarverkefnum um samþætta heimaþjónustu og er fjöldi fólks skráður til leiks. 

Meginefni Haustdagsins er kynning frá öllum svæðunum og svo hraðstefnumót í lok dags þar sem starfsfólk kynnist starfsfólki frá öðrum svæðum á landinu og eignast „vin“ í verkefninu.

Auk þess verða flutt erindi um heima-endurhæfingateymi, vitundarvakningu um félagslega einangrun, tölur sem KPMG tekur nú saman fyrir Gott að eldast, áhugaverðar áherslur í þjónustu við eldra fólk og framtíðarsýn Gott að eldast.

Þá verður sýnt myndband um það hvað Gott að eldast-teymið hefur verið að vinna að undanfarin misseri.

Dagskrá Haustdagsins 2024

Haustdagur Gott að eldast 2024 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta