Hoppa yfir valmynd
6. september 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Streymi: Hitaveita á Reykjanesi, neyðarviðbragð og áskoranir og árangur í nýtingu jarðvarma

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið stendur fyrir kynningu á stöðu jarðhitamála á Suðurnesjum mánudaginn 9. september kl. 15.30. Staða orkumála á Suðurnesjunum og afhendingaröryggi hefur verið töluvert í sviðsljósinu frá því jarðhræringar hófust í nágrenni Grindavíkur.

Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinu streymi á vef Stjórnarráðsins.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ávarpar fundinn og Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, kynnir árangur af sérstakri jarðhitaleit á Reykjanesi, sem fram hefur farið á síðustu mánuðum. Sú leit hefur leitt til þeirrar niðurstöðu að hættunni á heitavatnslausum Suðurnesjum er afstýrt, jafnvel þótt svo illa færi að Svartsengis nyti ekki við.

Enn fremur verður fjallað um góðan árangur af jarðhitaleit víða um land á undanförnum misserum og vinnu við uppfært jarðvarmamat fyrir landið allt, sem nú hefur verið hrundið af stað.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum