Hoppa yfir valmynd
10. september 2024 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðuneyti leggur til að tímabundin vernd Úkraínubúa verði framlengd

Dómsmálaráðuneytið hyggst leggja fram frumvarp fyrir Alþingi í haust þar sem tímabundin vernd vegna fjöldaflótta Úkraínubúa samkvæmt 44. gr. útlendingalaga verður framlengd til allt að fimm ára.
Evrópusambandið og Noregur áforma samskonar framlengingu á sameiginlegri vernd vegna fjöldaflótta Úkraínubúa.

Bakgrunnur

Í mars 2022 virkjaði dómsmálaráðherra í fyrsta sinn 44. grein útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta, sem viðbragð við innrás Rússa í Úkraínu. Virkjun ákvæðisins þýddi að umsóknir um alþjóðlega vernd, frá einstaklingum sem hingað flúðu frá Úkraínu, voru lagðar til hliðar og þeim í staðinn veitt tímabundin vernd á grundvelli hópmats.

Dvalarleyfi sem veitt er á grundvelli sameiginlegrar verndar vegna fjöldaflótta er samkvæmt núgildandi lögum ekki heimilt að framlengja lengur en í þrjú ár frá því það var fyrst veitt. Í mars 2025 verða liðin þrjú ár frá því fyrstu einstaklingarnir sem flúðu hingað frá Úkraínu fengu veitt slík leyfi og því er þörf á lagabreytingum til þess að framlengja leyfið. Lagabreytingin er í samræmi við framkvæmd annarstaðar í Evrópu og hinna Norðurlandanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum