Hoppa yfir valmynd
13. september 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Spennandi samgönguvika framundan

Margir góðir viðburðir verða í Evrópskri samgönguviku sem hefst mánudaginn 16. september og stendur til 22. september, en þema vikunnar að þessu sinni er Almannarými – virkir ferðamátar.

Frá árinu 2002 hafa borg og bæjarfélög á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu til að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið hefur umsjón með vikunni á Íslandi.

Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem eru allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.

Viðburðir verða haldnir á vegum félagasamtaka og sveitarfélaga, en nálgast má upplýsingar um dagskrá vikunnar hér á vef Stjórnarráðsins, á heimasíðum sveitarfélaganna, auk Facebook síðu vikunnar.

Samgöngustofa mun svo standa fyrir Umferðaþingi föstudaginn 20. september.

Vikan endar svo á Bíllausa deginum, 22. september, þegar almenningur er hvattur til þess að skilja bílinn eftir heima og til að auðvelda það verður frítt í landsbyggðarstrætó og í strætó á höfuðborgarsvæðinu.

Dagskrá Evrópskrar samgönguviku 2024

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum