Hoppa yfir valmynd
17. september 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Leiðarvísir um árangurstengda fjármögnun háskóla

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt greinargerð um nýja árangurstengda fjármögnun háskóla, sem tók gildi í sumar. Um er að ræða stærstu breytingu á háskólaumhverfinu í áratugi sem fela í sér margvíslega hvata fyrir háskóla; til að auka gæði náms, styðja nemendur í gegnum skólagöngu, sækja fram í rannsóknum og afla alþjóðlegra styrkja svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrrnefnd greinargerð er leiðarvísir um árangurstengdu fjármögnunina og hvatana sem búa að baki henni. Greinargerðin skýrir hvernig fjármögnunin skiptist og til hvaða þátta er horft við úthlutun fjármuna. Þar má t.a.m. finna útlistun á sérstöku innleiðingarframlagi sem ætlað er að auðvelda háskólum að aðlagast þessu nýja fyrirkomulagi, sérstökum stuðningi við fámennar grunngreinar, stuðningi við sókn í STEAM-greinunum svokölluðu og eflingu náms á sviði heilbrigðisvísinda.

Nánari upplýsingar um árangurstengda fjármögnun má nálgast á vef ráðuneytisins auk þess sem greinargerðinni eru gerð skil á blaðsíðum 102 til 113 í fylgiriti fjárlaga ársins 2025

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta