Hoppa yfir valmynd
17. september 2024 Matvælaráðuneytið

Styrkir til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðherra haustið 2024

Matvælaráðuneytið veitir styrki til verkefna og viðburða á málefnasviðum matvælaráðherra.
Styrkhæf verkefni eru þau sem samræmast gildandi stefnu, markmiði og áherslum matvælaráðherra.

Við úthlutun er m.a. horft til þess hvort verkefnin þyki hafa gildi fyrir starfsemi viðkomandi málaflokks og áherslum matvælaráðherra, hvort verkefnið búi yfir sérstöðu eða nýnæmi og hvort markmið og mælikvarðar séu skýrir.

Til að umsókn verði tekin gild skulu henni fylgja eftirtalin gögn:

  • Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur
  • Upplýsingar um aðra þátttakendur og samstarfsaðila ef einhverjir eru
  • Nafn þess sem annast samskipti við ráðuneytið
  • Nákvæm lýsing á verkefni, markmiðum þess og þýðingu fyrir umsækjendur og aðra
  • Lýsing á því hvernig árangur verkefnis verði metinn
  • Tíma- og verkáætlun
  • Fjárhagsáætlun þar sem koma m.a. fram upplýsingar um áætlaðan kostnað, tekjur, hlutdeild annarra í kostnaði við verkefnið og styrkfé sem verkefnið hefur hlotið eða hefur sótt um
  • Staðfest gögn frá samstarfsaðilum sem og önnur gögn til stuðnings umsókn

Hver einstakur styrkur getur numið allt að 10% heildarupphæð úthlutana.

Heildarupphæð sem ráðherra hefur til ráðstöfunar haustið 2024 er 8.000.000 kr.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 23. september 2024, sækja má um hér.

Ráðuneytið mun ekki taka til umfjöllunar umsóknir sem berast utan auglýsts tímafrests eða sem berast eftir öðrum leiðum en í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins.

Reglur um úthlutun styrkja má nálgast hér. Óska má eftir nánari upplýsingum um styrkina gegnum netfangið [email protected].

Senda inn umsókn.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum