Hoppa yfir valmynd
18. september 2024 Heilbrigðisráðuneytið

Læknisfræðileg myndgreiningarþjónusta boðin út innan skamms

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur hafið formlega rannsókn á því hvort gildandi samningar Sjúkratrygginga Íslands um læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu kunni að brjóta í bága við reglur EES um ríkisaðstoð.  Heilbrigðisráðuneytið hefur verið með þessi mál til skoðunar um nokkurt skeið og skipaði ráðherra starfshóp til þess að  vinna stöðugreiningu og tillögur að framtíðarskipulagi myndgreiningarþjónustu. Í framhaldi af þeirri skýrslu og frekari úrvinnslu tillagna,  fól heilbrigðisráðherra Sjúkratryggingum Íslands í ágúst í fyrra að bjóða þessa þjónustu út. Undirbúningur stofnunarinnar að slíku útboði er nú að mestu lokið og stefnt að því að auglýsing um útboð þessarar þjónustu verði birt innan skamms.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta