Hoppa yfir valmynd
18. september 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skerpt á áherslum fimm ára strandhreinsiátaks fyrir lokasprett átaksins

Plast á strönd - myndHeidi Orava/norden.org

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti í dag breytingar á reglum um styrkveitingar til verkefna sem felast í hreinsun strandlengju Íslands.

Styrkirnir eru liður í aðgerðaáætlun ráðuneytisins í plastmálefnum, Úr viðjum plastsins, en haustið 2021 var sett af stað fimm ára átak til allsherjarhreinsunar strandlengjunnar af plasti og öðrum úrgangi. Hreinleiki sjávar er Íslandi afar mikilvægur og strandhreinsanir gegna þar veigamiklu hlutverki.

Fjölmargar strendur hafa verið hreinsaðar fyrir úthlutaða styrki á árunum 2021, 2022 og 2023 og góður árangur náðst. Nú hefur verið ákveðið að skerpa, fyrir lokasprett átaksins, á því að meginmarkmiðið með styrkveitingunum sé að hreinsa strandlengjuna með skipulegum hætti. Við mat á umsóknum um styrki er því lögð aukin áhersla á umfang hreinsana, með vísan til meginmarkmiðs styrkveitinganna. 

Áfram verður þó einnig horft til þess markmiðs að hreinsuðum ströndum verði haldið við, áframhaldandi vitundarvakningar almennings um mikilvægi strandhreinsana og virkjunar áhugasamra aðila til þátttöku í átaki um hreinsun strandlengjunnar.

Nánari upplýsingar um átakið má finna á vefsíðunni strandhreinsun.is

Reglur um styrkveitingar til verkefna sem felast í hreinsun á strandlengju Íslands

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum