Hoppa yfir valmynd
20. september 2024

Afhenti Bandaríkjaforseta trúnaðarbréf

Joseph R. Biden Bandaríkjaforseti og Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.  - myndHvíta húsið

Svanhildur Hólm Valsdóttir sendiherra afhenti þann 18. september 2024 Joseph R. Biden, Bandaríkjaforseta, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 

Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu þar sem sendiherra bar forsetanum kveðju forseta Íslands og ríkisstjórnar. Í stuttu samtali ræddu þau þétt og langvarandi samstarf Íslands og Bandaríkjanna, en í ár eru 80 ár liðin frá stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna. Forsetinn undirstrikaði leiðtogahlutverk Íslands þegar kemur að endurnýjanlegri orkunýtingu og nýstárlegum loftslagslausnum og mikilvægt framlag Íslands til málefna norðurslóða. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi áframhaldandi farsæls samstarfs á sviði öryggis og varnarmála. 

Svanhildur Hólm Valsdóttir er sautjándi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta