Hoppa yfir valmynd
20. september 2024 Forsætisráðuneytið

Breytingar á skipulagi forsætisráðuneytisins

Forsætisráðherra hefur staðfest breytingar á skipulagi forsætisráðuneytisins og hefur nýtt skipurit tekið gildi.

Skrifstofum ráðuneytisins fækkar úr fjórum í þrjár í kjölfar flutnings jafnréttis- og mannréttindamála yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðherra. Jafnframt hefur heitum skrifstofa verið breytt til að skýra betur hlutverk þeirra og ábyrgðarsvið:

  • Skrifstofa stjórnskipunar
  • Skrifstofa samhæfingar
  • Skrifstofa fjármála

Markmið breytinganna er að efla samstarf og samvinnu milli skrifstofa og auka sveigjanleika. Einnig er aukin áhersla lögð á verkefna- og teymisvinnu sem er dregið fram í framsetningu nýs skipurits.

Málefni þjóðgarðsins á Þingvöllum sem hafa verið flutt til forsætisráðuneytisins heyra undir skrifstofu fjármála.

Nánar um verkefni hverrar skrifstofu

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta