Hoppa yfir valmynd
20. september 2024 Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra heldur áfram að heimsækja landsbyggðina

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra heldur áfram að heimsækja landsbyggðina. - myndSigurjón Ragnar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun heimsækja Egilsstaði og Höfn á Hornafirði dagana 25. og 26. september. Fyrr í mánuðinum heimsótti ráðherra Patreksfjörð, Raufarhöfn og Þórshöfn og voru heimsóknirnar gerðar með það markmiði að íbúar byggðarlagana gætu átt milliliðalausar samræður við ráðherra um þau málefni sem undir hana heyra.

„Þessar heimsóknir hafa verið afskaplega gagnlegar“ sagði ráðherra. „Það er dýrmætt að geta sest niður með íbúum hinna dreifðari byggða og átt við þau samtal í augnhæð um þau mál sem á þeim brenna“
Íbúum gefst kostur á að bóka fund með ráðherra með því að senda póst á [email protected].

Dagsetningar og staðsetning heimsókna:

Miðvikudaginn 25. september - Höfn í Hornafirði - Nýheimum

Fimmtudaginn 26. september – Egilsstöðum - Sláturhúsinu menningarmiðstöð

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta