Hoppa yfir valmynd
20. september 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntaþing 2024 – dagskrá

Menntaþing 2024 er haldið mánudaginn 30. september kl. 9:00-15:30. Mikil aðsókn er á þingið – þegar eru fjögur hundruð skráðir til þátttöku á Hilton Reykjavík Nordica og um tvö hundruð til viðbótar í streymi. Endanleg dagskrá liggur nú fyrir.

Á þinginu verður rætt um stöðu menntakerfisins, hvað verið er að gera og næstu skref í menntaumbótum. Markmiðið er að opna samtal með gagnvirkri þátttöku þinggesta um næstu aðgerðaáætlun menntastefnu stjórnvalda fyrir árin 2024–2027. Fyrirhugaðar aðgerðir verða kynntar á þinginu og þær teknar fyrir í hópvinnu. Endurgjöfin verður nýtt við að fullmóta aðgerðaáætlunina.

Mennta- og barnamálaráðuneytið kallar eftir þátttöku þeirra fjölbreyttu aðila sem koma að menntun barna og annarra áhugasamra í umræðu, mótun og útfærslu aðgerða. Bætt hefur verið við sölum til að bregðast við mikilli aðsókn. Skráningarfrestur er til og með 25. september og er þátttaka þinggestum að kostnaðarlausu. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum