Hoppa yfir valmynd
24. september 2024 Innviðaráðuneytið

Stefna og aðgerðaáætlun verði mótuð um virka ferðamáta og smáfarartæki

Svandís Svavarsdóttir Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um stefnu fyrir virka ferðamáta og smáfarartæki. Starfshópnum er falið að meta stöðu virkra ferðamáta og smáfarartækja á Íslandi ásamt valkostum sem til staðar eru til að efla ferðamátana.

Starfshópurinn mun móta stefna og aðgerðaáætlun, ásamt mælanlegum markmiðum, fyrir göngu, hjólreiðar og smáfarartæki sem stuðlað geti að bættu umhverfi fyrir þá ferðamáta. Starfshópnum er ætlað að eiga samráð við helstu hagsmunaaðila í vinnu sinni og skila niðurstöðum eigi síðar en 31. janúar 2025.

Starfshópurinn er skipaður eftirtöldum fulltrúum:

  • Sigrún Helga Lund, án tilnefningar
  • Gunnar Geir Gunnarsson, tilnefndur af Samgöngustofu
  • Dóra Björt Guðjónsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Sesselja Traustadóttir, tilnefnd af Landssamtökum hjólreiðamanna
  • Katrín Halldórsdóttir, tilnefnd af Vegagerðinni.

Hrefna Hallgrímsdóttir, starfsmaður innviðaráðuneytisins mun starfa með hópnum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum