Hoppa yfir valmynd
27. september 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Áform um lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í heild sinni.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var samþykkur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 13. desember 2006. Samningurinn var fullgiltur fyrir Íslands hönd árið 2016. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja að allt fatlað fólk njóti til fulls og til jafns við aðra allra mannréttinda og grundvallafrelsis og að efla virðingu fyrir eðlislægri reisn þeirra.

Tilvist sjálfstæðrar mannréttindastofnunar hefur verið talin forsenda þess að hægt sé að lögfesta SRFF, þar sem samningurinn leggur þá skyldu á aðildarríki að slík stofnun sé til staðar. Í ljósi þess að lög um Mannréttindastofnun Íslands voru samþykkt á Alþingi í júní sl. er fyrirhugað að lögfesta samninginn í heild sinni.

Með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur íslenska ríkið þegar skuldbundið sig til þess að koma öllum þeim réttindum sem fram koma í samningnum í framkvæmd. Þá hafa þegar verið gerðar ýmsar breytingar á lögum til að aðlaga þau að samningnum. Samningurinn í heild sinni hefur þó ekki lagagildi hér á landi.

Með lögfestingu samningsins í heild sinni er tryggt að hægt verði að beita samningnum sem fullgildri réttarheimild hér á landi. Samhliða lögfestingu mun einnig koma til skoðunar hvort gera þurfi breytingar á öðrum lögum til að tryggja betur samræmi við samninginn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta