Hoppa yfir valmynd
27. september 2024 Heilbrigðisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær

Fóstur- og nýburaskimanir, tæknin og tækifærin, siðferðileg álitamál og samfélagslegar áskoranir voru til umfjöllunar á vel sóttu málþingi heilbrigðisráðuneytisins og félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins í vikunni. Markmið þingsins var að efna til opinnar umræðu um þetta flókna viðfangsefni og draga fram sem flest sjónarmið.

„Tækninni fleygir fram og tækifærum fjölgar. Samhliða kvikna margvíslegar spurningar og álitamál um hvað við viljum gera og hvað við teljum ákjósanlegt og rétt í þessu samhengi. Með málþinginu höfum við opnað þessa mikilvægu og tímabæru umræðu og við þurfum að halda henni áfram,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Frummælendur á þinginu og umfjöllunarefni þeirra endurspegluðu vel hve margar hliðar eru á þessu viðfangsefni og fjölmörg sjónarmið sem þarf að taka til greina. Málin voru rædd frá sjónarhóli tækni, vísinda og læknisfræði, fötlunarfræða, félags- og kynjafræða, heimspeki og siðfræði. Meðal frummælenda voru einnig fulltrúar frá félaginu Einstökum börnum og Downs-félaginu. Í lokin voru pallborðsumræður og opið fyrir spurningar úr sal.

Willum Þór bendir á að þessi umræða snerti einnig fleiri svið nútímalæknisfræði, s.s. einstaklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu sem nú er til umfjöllunar í starfshópi sem heilbrigðisráðherra skipaði fyrr á þessu ári. Þá hafi í mars sl. verið kynnt skýrsla starfshóps á hans vegum þar sem lögð voru fram drög að landsáætlun um sjaldgæfa sjúkdóma og stefnir ráðherra á að leggja slíka áætlun fram sem tillögu til ályktunar Alþingis í byrjun næsta árs.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra flutti ávarp við lok málþingsins og gerði þar samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að umtalsefni: „Þar segir meðal annars að hin almenna meginregla sé að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenna fatlað fólk sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Í samningnum segir líka í almennum skuldbindingum aðildarríkja að aðhafast ekkert það sem fer í bága við samninginn og sjá beri til þess að opinber yfirvöld og stofnanir vinni í samræmi við ákvæði hans. Hvernig fara skuldbindingar okkar út frá samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks saman með fóstur- og nýburaskimunum? Við verðum að velta þessum spurningum fyrir okkur.“

Um 90 manns sátu þingið og fjöldi fólks fylgdist jafnframt með því í beinu streymi. Hægt er að horfa á upptöku frá þinginu á vefnum.

Hér má sjá á hvaða mínútu í upptökunni einstök erindi hefjast (Dagskrá þingsins):

  • 2. mínúta: Ávarp heilbrigðisráðherra
  • 15. mínúta: Staðan nú og möguleikarnir með aukinni tækni
  • 33. mínúta: Downs heilkennið í nútíð og framtíð
  • 54. mínúta: Siðferðileg álitamál við fóstur og nýburaskimanir
  • 1.12. mínúta: Kynslóðir framtíðar? Álitamál um tækni, samfélag og félagslegt réttlæti
  • 1.33. mínúta: Raunverulegt val? Sjálfsákvörðunarréttur og fósturskimanir í feminísku ljósi
  • 2.03. mínúta: Einstök börn
  • 2.16. mínúta: Fósturgreining frá sjónarhóli fósturgreiningarlæknis
  • 2.37. mínúta: Pallborðsumræður
  • 3.20. mínúta: Ávarp félags- og vinnumarkaðsráðherra

 

  • Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær - mynd úr myndasafni númer 1
  • Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær - mynd úr myndasafni númer 2
  • Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær - mynd úr myndasafni númer 3
  • Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær - mynd úr myndasafni númer 4
  • Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær - mynd úr myndasafni númer 5
  • Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær - mynd úr myndasafni númer 6
  • Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær - mynd úr myndasafni númer 7
  • Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær - mynd úr myndasafni númer 8
  • Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær - mynd úr myndasafni númer 9
  • Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær - mynd úr myndasafni númer 10
  • Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær - mynd úr myndasafni númer 11
  • Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær - mynd úr myndasafni númer 12
  • Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær - mynd úr myndasafni númer 13
  • Opin umræða um fóstur- og nýburaskimanir mikilvæg og tímabær - mynd úr myndasafni númer 14

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta