Hoppa yfir valmynd
29. september 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Verðmæti skapandi greina - Málþing í Tjarnarbíói á fimmtudaginn

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra boðar til málþings um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi nk. fimmtudag kl. 15. í Tjarnarbíói. Kynntar verða niðurstöður skýrslu þess efnis auk þess sem áhugaverð erindi um skapandi greinar verða flutt og líflegar pallborðsumræður munu ýfa upp hugmynda- og heilahvelið.

Meðal þeirra sem flytja erindi eru Jasper Parrott umboðsmaður en hann er hann hefur umfangsmikla reynslu af því að koma listamönnum á framfæri og er meðal annars umboðsmaður Víkings Heiðars píanóleikara og var umboðsmaður Vladimir Ashkenazy hljómsveitarstjóra og píanóleikara sem nú er sestur í helgan stein.

Skráning fer fram hér! 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra boðar til málþings um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi nk. fimmtudag kl. 15. í Tjarnarbíói. Kynntar verða niðurstöður skýrslu þess efnis auk þess sem áhugaverð erindi um skapandi greinar verða flutt og líflegar pallborðsumræður munu ýfa upp hugmynda- og heilahvelið. Fundarstjóri er leikkonan og leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir.


Dagskrá

15:00 - Verðmæti framtíðarinnar - Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

15:10 - Hvert er framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi? – Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur kynnir niðurstöður samnefndrar skýrslu.

15:25 - Virði og virðismat í skapandi greinum - Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Bandalags íslenskra listamanna.

15:35 - Menning á viðsjárverðum tímum - Jasper Parrott, listamannaumboðsmaður.

15:50 - Almannaheillafélög í heimi listar og menningar - Sunna Jóhannsdóttir sérfræðingur í Menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

16:00 - Hvað vitum við? - Mikilvægi þekkingarsköpunar - Erla Rún Guðmundsdóttir forstöðukona Rannsóknaseturs skapandi greina.

16:10 - Pallborð - Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur, Jasper Parrott umboðsmaður, Sigríður Heimisdóttir hönnuður, Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri og Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður.

16:30 - Formlegri dagskrá lýkur. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta