Jafnvægisvogin fær styrk
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Félagi kvenna í atvinnulífinu áframhaldandi styrk vegna Jafnvægisvogarinnar.
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni á vegum Félags kvenna í atvinnurekstri. Tilgangur þess er að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi, virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir, veita viðurkenningar og draga fram í sviðsljósið fyrirtæki sem náð hafa markmiðum Jafnvægisvogarinnar, standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til hugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis.
Þá tekur Jafnvægisvogin saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi.