Föstudagspóstur 4. október 2024
Heil og sæl.
Hér kemur föstudagspóstur vikunnar.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tók þátt í Warsaw Security Forum í Póllandi í vikunni og ræddi þar stöðuna í öryggis- og varnarmálum og stríðið í Úkraínu.
Our defense will always be based on people having a strong sense that they have something valuable to defend. The Baltics know this. People in Poland and Finland know this. We need to make sure that all of the transtlantic region knows this.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 2, 2024
This is not a soft issue, but a… pic.twitter.com/t9khHNo09t
Í lok síðustu viku flutti hún ávarp sitt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem hún fór um víðan völl. Virðing fyrir mannréttindum, einstaklingsfrelsinu og alþjóðalögum voru meginstef í ávarpi ráðherra."Political courage is needed. We should not shy away from speaking with strength and emotion when arguing for truth and facts against disinformation and falsehoods."
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) October 2, 2024
Foreign Minister @thordiskolbrun speaking at @WarsawForum today. pic.twitter.com/YlCWiHT2jl
Þá þakkaði hún Jens Stoltenberg fyrir vel unnin störf á stóli framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og óskaði arftaka hans, Mark Rutte, góðs gengis í komandi verkefnum. Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart Atlantshafsbandalaginu, gerði slíkt hið sama.It is beyond my comprehension, I said in my address to the @UN General Assembly, that there exist in the world today societies of human beings where little girls and women are not allowed to laugh or speak in public or go to school. pic.twitter.com/JjAm8AfaMV
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) September 28, 2024
Iceland thanks Jens Stoltenberg @jensstoltenberg for his tenure at the helm of NATO.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 1, 2024
He has guided an alliance focused on military matters but always held high the ideals of liberal democracy that it exists to defend.
He has been a leader among leaders during a time when the… https://t.co/aPx30FmXMt pic.twitter.com/oTPwk77oTs
The Icelandic gavel changes hands. Congratulations and welcome @SecGenNATO Mark Rutte. Looking forward to your leadership and working with you. Our deepest gratitude to @jensstoltenberg - a true leader who leaves a lasting legacy @NATO #WeAreNATO https://t.co/pgJ5vtDdKB
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) October 1, 2024
Þá fengum við heldur betur góðan hóp í heimsókn til okkar en níunda ræðismannaráðstefna Íslands fór fram í vikunni. Alls tóku 129 ræðismenn frá 71 landi þátt í ár. Ráðstefnan var einstaklega vel heppnuð og var þessum burðarásum íslensku utanríkisþjónustunnar meðal annars þakkað fyrir þeirra ómetanlegu störf í þágu Íslands í ávörpum utanríkisráðherra og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins.
Þá var fjallað um pólitískt samráð Íslands og Filippseyja sem fram fór í tengslum við ráðherraviku allsherjarþingsins. Bergdís Ellertsdóttir, staðgengill ráðuneytisstjóra, og Davíð Logi Sigurðsson sóttu fundinn fyrir Íslands hönd.
Fulltrúar ríkja sem skipa ríkjahóp um sprengjuleit- og eyðingu í Úkraínu, áttu sameiginlegan fund í Reykjavík dagana 26. og 27. september. Ísland og Litáen leiða vinnu hópsins sem styður við þjálfun og kaup á margvíslegum búnaði til sprengjuleitar og eyðingar.
Þá voru árásir Írana á Ísrael fordæmdar og deiluaðilar hvattir til að sýna stillingu og draga úr stigmögnun.
Iceland condemns Iran’s attack against Israel and expresses grave concerns about the recent escalation in the Middle East. We call on all parties to exercise restraint, the negative spiral of conflict and suffering must stop.
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) October 2, 2024
Félag fyrrverandi þingmanna leit við í sendiráðinu í Berlín í vikunni. Líflegar umræður áttu sér stað um alþjóðamálin og hið trausta samband Íslands og Þýskalands.
Auðunn Atlason, sendiherra í Berlín, tók á móti fulltrúum fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum, sem voru í Berlín á vegum Business Sweden og Íslandsstofu, til að leggja hornstein að samstarfi og gagnkvæms þekkingarflutnings á sviði stafrænna lausna í heilbrigðismálum.
Þá voru Auðunn og Nicole Hubert, starfsmaður sendiráðsins, viðstödd tónleika Svavars Knúts í Berlín. Martin Hermannsson körfuboltalandsliðsmaður fylgdist einnig með.
Sendiráðið í Brussel, sem jafnframt gegnir hlutverki fastanefndar gagnvart Evrópusambandinu, fékk stjórn Samtaka atvinnulífsins í heimsókn í sendiráðið. Meðal annars var rætt um hvernig breytt viðhorf í alþjóðamálum hafa í vaxandi mæli áhrif á stefnumótun Evrópusambandsins og hvernig sendiráðið skipuleggur sig í að verja hagsmuni Íslands í EES-samstarfinu og gagnvart ESB.
Hátíðahöld vegna 30 ára afmæli EES-samningsins héldu áfram, nú hjá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg.
Harald Aspelund, sendiherra í Helsinki, tók þátt í Helsinki Security Forum 27. til 29. september. Með honum á myndinni er Pia Hansson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Harald tók einnig þátt á fundum með fulltrúum frá NB8-ríkjunum í Tallinn. Alþjóðamál og öflug samskipta Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna voru til umræðu.
Sendiráðið í Helsinki stóð þá fyrir fundi ásamt sendiráðinu í Kanada, Icelandair og Íslandsstofu.
Sendiráðið í Kaupmannahöfn vakti athygli á viðburði í Copenhagen Business School í tengslum við opinbera heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, til Danmerkur í næstu viku.
Í Lilongwe var athygli vakin á verkefni sem snýr að því að bregðast við þurrkum í Malaví sem ógnað hafa milljónum manna og fæðuöryggi í landinu.
Sendiráðið í Ottawa gerði upp samráðsfundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Kanada í kringum allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna en þeir áttu sér stað í New York og Kanada.
Sendiráðið í París, sem annast fyrirsvar gagnvart Spáni, óskaði Astrid Helgadóttur, ræðismanni í Barcelona, til hamingju með að hafa verið sæmd heiðursmerki utanríkisþjónustunnar í kringum ræðismannaráðstefnuna í Reykjavík.
Sendiráðið í Stokkhólmi fylgdist með bókamessunni í Gautaborg. Rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir var á meðal viðstaddra.
Sendiráðið í Tókýó leitar að nýjum starfsmanni.
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Tókýó, tók þátt í ljósmyndasamkeppni. Framlag hans má sjá hér.
Enjoyed participating in the "Japan Through Diplomats' Eyes" photo competition for the fourth time! Proud to share the photo I submitted and is part the exhibition. #Photography, like diplomacy, connects cultures and fosters understanding. #ThroughDiplomatsEyes pic.twitter.com/wCNAKLdBa2
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) October 3, 2024
Friðrik Jónsson, sendiherra í Varsjá, fundaði með úkraínska ræðismanninum Kostyantyn Malovany sem staddur var á Íslandi í tengslum við ræðismannaráðstefnuna fyrr í vikunni.
Friðrik var ráðherra sömuleiðis innan handar í tengslum við Warsaw Security Forum.
@WarsawForum was a fantastic event. Substantive & important dialogue. Especially enjoyed meeting a lot of colleagues from my days as #MilRep at @NATO. Incidentally they all had the same complaint so on the 2nd day I wore my red shoes 😁🇮🇸🇵🇱#WSF2024 #WarsawSecurityForum pic.twitter.com/iRhRkGNoSM
— Fridrik Jonsson (@FridrikJonsson) October 3, 2024
Hannes Heimisson, aðalræðismaður okkar í Færeyjum, hitti Heðin Mortensen, borgarstjóra í Þórshöfn á dögunum og fór vel á með þeim.
Þá tók Hannes á móti Norðurlandadeild Rauða krossins í Þórshöfn.
Norrænu sendiráðin í Washington D.C. héldu sameiginlegan bókmenntaviðburð. Rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir tók þátt fyrir hönd Íslands.
Það styttist í kosningar í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna en Ísland er þar í framboði. Fastanefndin í Genf hefur staðið í ströngu og telur niður dagana.
Þá fór fram sameiginleg móttaka Íslands og Sviss sem bjóða sig bæði fram, en þó innan sitthvors ríkjahópsins.Counting down the days until @UN_HRC 2025-2027 election next week. If elected, 🇮🇸 will partner with other states to seek to advance #humanrights4all with other priority areas being gender equality, children's rights, rights of LGBTQI+ and human rights & environment.#IcelandHRC pic.twitter.com/jpOWiO5LTY
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) September 30, 2024
Einar Gunnarsson fastafulltrúi og okkar fólk í Genf tóku þátt í yfirstandandi mannréttindalotu.Thank you to all who joined us at today’s reception on the occasion of 🇮🇸 🇨🇭candidacies to @UN_HRC for the term 2025-2027
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) October 2, 2024
One week until the election on 9 October🗳️
If elected, Iceland will partner with other states to further #humanrights4all#IcelandHRC pic.twitter.com/DjVd5ZgrVL
Fulltrúar fastanefndarinnar í New York ræddu við fulltrúa frá Singapúr og héldu vinnustofu.Today at #HRC57, 🇮🇸 on behalf of the Nordic Baltic states 🇩🇰🇪🇪🇫🇮🇮🇸🇱🇻🇱🇹🇳🇴🇸🇪 called for action to address systemic racism and discrimination faced by people of African descent, urging intersectional approaches in law enforcement to combat injustices and ensure accountability. pic.twitter.com/MB7Ydf3KZy
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) October 2, 2024
Sendiráðið í Kampala þakkaði Muni Safieldin, fulltrúa UNICEF í Úganda, fyrir staðfastan stuðning hans í garð barna í landinu á undanförnum árum.Today #ThirdCommittee held its first official meeting during #UNGA79 but #Iceland and #Singapore jump-started the season on Tuesday by hosting their yearly workshop on navigating its work with 6⃣ excellent panelists and participants from almost 💯 states. pic.twitter.com/WOWPRpPtv3
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) October 3, 2024
Þá vakti sendiráðið í Kampala athygli á verkefnum samtakanna Defend Defenders í Úganda.Thank you, dear @Munir_Safieldin, for your dedication and commitment to improving the lives of girls and boys in Uganda. We are grateful for your unwavering support of the successful cooperation between Iceland and @UNICEFUganda on water and sanitation in West Nile. 🇺🇬🇺🇳🇮🇸 https://t.co/ZdrLGaq1OZ
— Iceland in Uganda (@IcelandinUganda) October 1, 2024
We are proud to support the vital work of @DefendDefenders in promoting, protecting, and strengthening the efforts of human rights defenders in Uganda and the wider subregion. It was great to take stock of the progress and reconnect with friends and partners. https://t.co/mdXGhAdAyF
— Iceland in Uganda (@IcelandinUganda) October 1, 2024
Fleira var það ekki þessa vikuna og óskum við ykkur góðrar helgar.
Upplýsingadeild.