Hoppa yfir valmynd
4. október 2024 Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir úr lýðheilsusjóði auglýstir til umsóknar

  - myndSigurjón Ragnar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Lýðheilsusjóði árið 2025. Umsóknarfrestur er til 22. október næstkomandi. Hlutverk Lýðheilsusjóðs er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna og afmarkaðra hagnýtra rannsókna.

Heilbrigðisráðherra ráðstafar fé úr lýðheilsusjóði að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins og í samræmi við reglugerð um lýðheilsusjóð. Embætti landlæknis annast daglega umsýslu með sjóðnum. 

Áherslur við úthlutun styrkja árið 2025 eru eftirfarandi:

  • Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu, vellíðan og samkennd, sérstaklega meðal
    ungs fólks
  • Aðgerðir sem miða að því að efla félagsfærni og tengsl
  • Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu
  • Áfengis, vímu- og tóbaksvarnir
  • Verkefni sem tengjast kynheilbrigði
  • Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu
  • Aðgerðir sem stuðla að jafnvægi þéttbýlis og dreifbýlis

Nánari upplýsingar um forsendur fyrir umsóknum um styrki úr lýðheilsusjóði eru á vef embættis landlæknis ásamt aðgangi að rafrænni umsóknargátt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta