Hoppa yfir valmynd
8. október 2024 Heilbrigðisráðuneytið

Vinnustofa um lyfjaumsýslu á heilbrigðisstofnunum

Heilbrigðisráðuneytið, í samstarfi við landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu, stóð nýverið fyrir vinnustofu um lyfjaumsýslu á heilbrigðisstofnunum. Ráðuneytið og landsráð hafa verið með verkaskiptingu heilbrigðisstarfsfólks til skoðunar um nokkurn tíma og hvort ávinningur geti falist í því að gera einhverjar breytingar hvað þetta varðar. Þetta var til umfjöllunar á vinnustofunni þar sem sjónum var beint að umsýslu með lyfjum.

Tilgangur vinnustofunnar var að skoða mögulegar breytingar á reglum um lyfjaumsýslu og hlutverkum starfsfólks hvað það varðar, á heilbrigðisstofnunum, í heilsugæslu og á hjúkrunarheimilum. Í tengslum við þetta voru einnig ræddar leiðir til að efla stoðþjónustu á klínískum deildum heilbrigðisstofnana með áherslu á gæði, öryggi og hagkvæmni þjónustunnar og aukna skilvirkni í samvinnu heilbrigðisstarfsfólks.

Rúmleg fimmtíu manns, frá sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, heilsugæslu, hjúkrunarheimilum, embætti landlæknis, Lyfjastofnun, skólum, fagfélögum, sjúklingasamtökum og o.fl. haghöfum sátu vinnustofuna.

Vinnustofan hófst með kynningum á verkaskiptingu heilbrigðisstétta, lögum og reglugerðum er varðar lyfjamál auk kynninga á lyfjaþjónustu Landsspítalans og þeirri þróun sem þar hefur átt sér stað og framtíðarsýn.

Í framhaldi af vinnustofunni verður nú farið í að vinna úr þeim upplýsingum og ábendingum sem þar komu fram og meta hvaða breytingar er skynsamlegt og æskilegt að gera á sviði lyfjaumsýslu og hvernig þeim verði best hrint í framkvæmd.

  • Vinnustofa um lyfjaumsýslu á heilbrigðisstofnunum - mynd úr myndasafni númer 1
  • Vinnustofa um lyfjaumsýslu á heilbrigðisstofnunum - mynd úr myndasafni númer 2
  • Vinnustofa um lyfjaumsýslu á heilbrigðisstofnunum - mynd úr myndasafni númer 3

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta