Hoppa yfir valmynd
9. október 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar: Óskað eftir tillögum

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt árlega á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Verðlaunin ber að veita einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar.

Ráðgjafanefnd dags íslenskrar tungu gerir tillögu til menningar- og viðskiptaráðherra um verðlaunahafa og rökstyður val sitt. Í ár er sú nýbreytni á að almenningur getur sent inn tillögu til ráðgjafanefndar hér.

Tekið er við tillögum til 22. október næstkomandi.

Menningar- og viðskiptaráðherra afhendir verðlaunin við hátíðlega athöfn og greinir frá verðleikum verðlaunahafa eða felur það einhverjum úr framkvæmdastjórn. Auk þess er heimilt að veita stofnunum og fyrirtækjum sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu. Sjá nánar hér.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta