Hoppa yfir valmynd
11. október 2024 Forsætisráðuneytið

Umsækjendur um embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu

Embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu var auglýst laust til umsóknar 19. september sl. og rann umsóknarfrestur út 10. október sl. Sjö sóttu um embættið. Forsætisráðherra mun skipa þriggja manna hæfnisnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda áður en ákvörðun verður tekin um skipun.

Umsækjendur um embættið eru eftirfarandi:

  • Bryndís Ásbjarnardóttir, hagfræðingur og nefndarmaður í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands
  • Daníel Svavarsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
  • Karen Á. Vignisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabanka Íslands
  • Lúðvík Elíasson, forstöðumaður á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands
  • Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga
  • Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Seðlabanka Íslands
  • Þórarinn G. Pétursson, framkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabanka Íslands

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta