Lausnarbeiðni ríkisstjórnar samþykkt – forsætisráðherra leiðir starfsstjórn
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gekk í dag á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Forseti féllst á beiðnina og fór fram á að ríkisstjórnin starfaði áfram sem starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forsætisráðherra staðfesti að hann myndi verða við því og leiða starfsstjórnina.
Forseti staðfesti jafnframt að hann myndi fallast á beiðni um þingrof með það fyrir augum að kosningar til Alþingis fari fram 30. nóvember nk.