Hoppa yfir valmynd
15. október 2024 Forsætisráðuneytið

Lausnarbeiðni ríkisstjórnar samþykkt – forsætisráðherra leiðir starfsstjórn

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gekk í dag á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Forseti féllst á beiðnina og fór fram á að ríkisstjórnin starfaði áfram sem starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forsætisráðherra staðfesti að hann myndi verða við því og leiða starfsstjórnina.

Forseti staðfesti jafnframt að hann myndi fallast á beiðni um þingrof með það fyrir augum að kosningar til Alþingis fari fram 30. nóvember nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta