Hoppa yfir valmynd
16. október 2024 Dómsmálaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ísland sat fyrir svörum á fundi Mannréttindanefndar SÞ

Ragnheiður Kolsöe, Áshildur Linnet, Ragna Bjarnadóttir, Elísabet Gísladóttir og Halla Tinna Arnardóttir - mynd

Sjötta skýrsla Íslands um samninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi var tekin fyrir á fundi Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf 15. og 16. október 2024.

Í skýrslunni er fjallað um hvernig Ísland hefur uppfyllt skyldur sínar samkvæmt samningnum og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í því skyni að uppfylla tilmæli nefndarinnar um nauðsynlegar úrbætur.

Ísland fullgilti samninginn árið 1979 og tryggir hann ýmis grundvallarréttindi, svo sem jafnrétti og bann við mismunun, friðhelgi einkalífs, tjáningarfrelsi, bann við pyndingum og ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar.

Í fyrirtökunni var fjallað um stöðu mannréttinda í íslensku samfélagi og hvernig íslensk stjórnvöld hafa unnið að því að koma lokaathugasemdum nefndarinnar frá árinu 2012 í framkvæmd.

Til stóð að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra mannréttindamála leiddi sendinefndina, en í hans forföllum leiddi Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu sendinefndina sem var skipuð fulltrúum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta