Hoppa yfir valmynd
16. október 2024 Utanríkisráðuneytið

Lilja Hrund ráðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Lilja Hrund Lúðvíksdóttir, nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra. - mynd

Lilja Hrund Lúðvíksdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún hóf störf í síðustu viku.

Lilja Hrund er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og LL.M próf í alþjóðalögfræði frá Tufts-háskóla í Bandaríkjunum. Hún starfaði sem blaðamaður á miðlum Árvakurs 2018-2022 og hefur starfað sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2022.

Lilja Hrund er í sambúð með Mími Hafliðasyni, forstöðumanni viðskiptaþróunar hjá Högum. 

Ráðherra hefur heimild til að vera með tvo aðstoðarmenn, en hefur síðan í apríl einungis verið með einn aðstoðarmann, Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta