Hoppa yfir valmynd
16. október 2024 Forsætisráðuneytið

Unnið að brúun bilsins á milli fæðingarorlofs og leikskóla

Forsætisráðherra skipaði í síðustu viku aðgerðahóp um brúun bilsins á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hópnum er m.a. falið að horfa heildstætt á umönnun og menntun barna og skoða hvort þörf sé á kerfisbreytingum til að loka umönnunarbilinu.

Hópurinn er skipaður til að fylgja eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars sl., sem birt var í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Í yfirlýsingunni segir að á samningstíma þeirra verði stefnt að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Hópurinn er skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, innviðaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins, samtaka launafólks (ASÍ, BHM, BSRB og KÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Verkefni aðgerðahópsins felst í að vinna að tímasettri áætlun um aðgerðir til að loka umönnunarbilinu á samningstíma gildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Aðgerðahópinn skipa:

  • Hildur Björnsdóttir, án tilnefningar, formaður
  • Bjarki Vigfússon, fulltrú forsætisráðuneytis
  • Hrafnkell Hjörleifsson, fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytis
  • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytis
  • Steinunn Rögnvaldsdóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis
  • Anna Hrefna Ingimundardóttir, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins
  • Arnaldur Grétarsson, fulltrúi ASÍ
  • Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi BHM
  • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, fulltrúi BSRB
  • Haraldur Freyr Gíslason, fulltrúi KÍ
  • Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Samkvæmt skipunarbréfi skal aðgerðahópurinn skila skýrslu ásamt tillögum eigi síðar en 1. apríl 2025.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta