Embætti landsbókavarðar er laust til umsóknar
Leitað er eftir faglegum leiðtoga til að leiða stærstu þekkingarveitu þjóðarinnar. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er þjóðbókasafn Íslands og bókasafn Háskóla Íslands og hefur það meginmarkmið að safna öllum íslenskum gögnum, varðveita þau, skrá og flokka. Safnið er öflugur samstarfsaðili Háskóla Íslands og styður við íslenskar rannsóknir með fjölbreyttum hætti. Safnið gegnir forystuhlutverki hvað varðar þróun og nýsköpun á sviði varðveislu og stafrænnar endurgerðar og er í fararbroddi um miðlun og aðgengi að stafrænu efni fyrir landsmenn. Nánari upplýsingar um Landsbókasafn er að finna hér
Helstu verkefni og ábyrgð
Um frekara hlutverk og starfsemi safnsins vísast nánar til ákvæða laga um Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn nr. 142/2011, sjá einnig reglugerð um safnið nr. 170/2014, lög um skylduskil nr. 20/2002, reglugerð um skylduskil til safna nr. 982/2003 og bókasafnalög nr. 150/2012.
Hæfniskröfur
Landsbókavörður þarf að búa yfir metnaði og framsýni til að leiða Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn til framtíðar. Landsbókavörður leiðir starfsemi safnsins og annast daglegan rekstur og stjórn þess, undirbýr starfs- og fjárhagsáætlun og stýrir mannauði safnsins. Gerð er krafa um menntun á háskólastigi og staðgóða þekkingu á starfssviði safnsins. Framhaldsmenntun á háskólastigi er kostur. Við mat á umsækjendum er horft til kjörmyndar stjórnenda út frá stjórnendastefnu ríkisins.
Frekari upplýsingar um starfið
Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embætti landsbókavarðar til fimm ára frá og með 1. mars 2025, að fenginni umsögn stjórnar safnsins, sbr. 3. gr. laga nr. 71/1994 og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Umsóknum skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá á íslensku ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur núverandi starfsheiti, ástæða umsóknar og lýsing á því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um stöðuna og er starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.11.2024 Nánari upplýsingar veitir: Sigrún Brynja Einarsdóttir, Ráðuneytisstjóri - [email protected] - 5459800